Fréttir

Skırr semur viğ Umferğastofu um miğlun Ökutækjaskrár:

Skırr miğlar Ökutækjaskrá

Skırr hefur undirritağ samning viğ Umferğastofu um miğlun upplısinga úr Ökutækjaskrá til viğskiptavina sinna. Miğlun Ökutækjaskrár hjá Skırr verğur gegnum Upplısingaheima annars vegar şar sem upplısingum er miğlağ á vefnum og hins vegar meğ XML-skeytasendingum şar sem fyrirtæki geta kosiğ í hvağa viğmóti şau fletta upp í Ökutækjaskránni.

Meğ şessum samningi viğ Umferğastofu er Skırr şar meğ orğiğ eitt af şeim fyrirtækjum sem miğlar upplısingum úr Ökutækjaskrá til fyrirtækja og einstaklinga.

Skırr hefur áralanga reynslu í miğlun upplısinga úr Ökutækjaskrá og sér meğal annars um alla miğlun úr skránni til landskerfa ríkisstofnana og annarra opinberra ağila. Í tengslum viğ şessa şjónustu Skırr verğa Upplısingaheimar Skırr opnağir meğ nıtt útlit og nıja eiginleika.

Şağ er Hugsmiğjan sem er samstarfsağili Skırr í verkefninu, en hún hefur séğ um forritun og viğmótshönnun netgáttarinnar, ásamt şví ağ veita tengda ráğgjöf.

Allar upplısingar úr Ökutækjaskrá eru veittar samkvæmt starfsreglum Umferğarstofu og í samræmi viğ lög og reglur um persónuvernd og meğferğ persónuupplısinga. Starfsemi Skırr er vottuğ samkvæmt alşjóğlega gæğa- og öryggisstağlinum ISO 9001 og er í samræmi viğ şær ströngu kröfur sem alşjóğlega öryggisfyrirtækiğ VeriSign gerir til samstarfsağila sinna.

 

Viğ mælum meğ...

ağ şú skiptir reglulega um lykilorğ. Best er ağ blanda saman, tölustöfum, bókstöfum og táknum og endurnıja lykilorğiğ á a.m.k. şriggja mánağa fresti. Şağ á aldrei ağ gefa upp lykilorğiğ sitt til şriğja ağila!.

Tvibyli

Text Size ControlsŞessi vefur byggir á Eplica - Vefur