Fréttir

Skýrr semur við Umferðastofu um miðlun Ökutækjaskrár:

Skýrr miðlar Ökutækjaskrá

Skýrr hefur undirritað samning við Umferðastofu um miðlun upplýsinga úr Ökutækjaskrá til viðskiptavina sinna. Miðlun Ökutækjaskrár hjá Skýrr verður gegnum Upplýsingaheima annars vegar þar sem upplýsingum er miðlað á vefnum og hins vegar með XML-skeytasendingum þar sem fyrirtæki geta kosið í hvaða viðmóti þau fletta upp í Ökutækjaskránni.

Með þessum samningi við Umferðastofu er Skýrr þar með orðið eitt af þeim fyrirtækjum sem miðlar upplýsingum úr Ökutækjaskrá til fyrirtækja og einstaklinga.

Skýrr hefur áralanga reynslu í miðlun upplýsinga úr Ökutækjaskrá og sér meðal annars um alla miðlun úr skránni til landskerfa ríkisstofnana og annarra opinberra aðila. Í tengslum við þessa þjónustu Skýrr verða Upplýsingaheimar Skýrr opnaðir með nýtt útlit og nýja eiginleika.

Það er Hugsmiðjan sem er samstarfsaðili Skýrr í verkefninu, en hún hefur séð um forritun og viðmótshönnun netgáttarinnar, ásamt því að veita tengda ráðgjöf.

Allar upplýsingar úr Ökutækjaskrá eru veittar samkvæmt starfsreglum Umferðarstofu og í samræmi við lög og reglur um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Starfsemi Skýrr er vottuð samkvæmt alþjóðlega gæða- og öryggisstaðlinum ISO 9001 og er í samræmi við þær ströngu kröfur sem alþjóðlega öryggisfyrirtækið VeriSign gerir til samstarfsaðila sinna.

 

Við mælum með...

að þú skiptir reglulega um lykilorð. Best er að blanda saman, tölustöfum, bókstöfum og táknum og endurnýja lykilorðið á a.m.k. þriggja mánaða fresti. Það á aldrei að gefa upp lykilorðið sitt til þriðja aðila!.

Text Size Controls

Reykjanesid_HE


Þessi vefur byggir á Eplica - Vefur