Fréttir

Upplýsingheimar Skýrr

Fjölmargar opinberar skrár aðgengilegar í nýrri netgátt:

Hinn 15. febrúar 2005 opnaði netgáttin Upplýsingaheimar Skýrr (uh.is) með aðgang í Ökutækjaskrá. Tilefnið er að Umferðastofa er hætt beinni miðlun upplýsinga úr Ökutækjaskrá til viðskiptavina og beinir þeim héðan í frá til vinnsluaðila eins og Skýrr.

Á þessum tímamótum ákvað Skýrr að opna nýja útgáfu af Upplýsingaheimum með nýju útliti og nýjum möguleikum. Það er Hugsmiðjan sem er samstarfsaðili Skýrr í verkefninu, en hún hefur séð um forritun og viðmótshönnun netgáttarinnar, ásamt því að veita tengda ráðgjöf.

Innan Upplýsingaheima er til dæmis að finna Þjóðskrá, Fyrirtækjaskrá, aðgang að Tollalínu, aðgang að veðböndum lausafjár, Hlutafélagaskrá, Símaskrárleit, Markhópavinnslur, Vinnuvélaskrá, Skipaskrá og uppflettingu um feril bifreiða erlendis eins og til dæmis í Bandaríkjunum gegnum Carfax.

Upplýsingaheimar eru hagnýt þjónusta, sem hefur í raun verið verið veitt hjá Skýrr í ýmsum myndum til fjölda ára. Upplýsingaheimar eru nú skipulagðir sem netgátt fyrir fyrirtæki og stofnanir að upplýsingum frá hinu opinbera.

Allar upplýsingar úr þessum opinberu skrám eru veittar samkvæmt starfsreglum viðkomandi ábyrgðaraðila og í fullu samræmi við lög og reglur um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Starfsemi Skýrr er vottuð samkvæmt alþjóðlega gæða- og öryggisstaðlinum ISO 9001 og er í samræmi við þær ströngu kröfur sem alþjóðlega öryggisfyrirtækið VeriSign gerir til samstarfsaðila sinna.

Aðilar sem hafa áhuga á að sækja um aðild að Upplýsingaheimum gera það á vefnum. Slóðin er uh.is.

 

Við mælum með...

að þú skiptir reglulega um lykilorð. Best er að blanda saman, tölustöfum, bókstöfum og táknum og endurnýja lykilorðið á a.m.k. þriggja mánaða fresti. Það á aldrei að gefa upp lykilorðið sitt til þriðja aðila!.

Text Size Controls

Hringbraut


Þessi vefur byggir á Eplica - Vefur