Um Upplýsingaheima

Upplýsingaheimar Advania er þjónustuvefur sem veitir aðgang í opinbera upplýsingabanka og kerfi. Fyrirtæki í allmörgum atvinnugreinum þurfa á upplýsingum að halda til daglegs rekstrar. Í Upplýsingaheimum eru hagnýtar upplýsingar frá opinberum aðilum settar fram á einfaldan máta til að auðvelda daglegar uppflettingar og gera fyrirtækjum kleift að veita betri þjónustu.

Innan Upplýsingaheima er til dæmis að finna þjóðskrá, fyrirtækjaskrá, veðbönd bíla og fasteigna og símaskrárleit, hlutafélagaskrá og vinnuvélaskrá. Upplýsingaheimar eru hagnýt þjónusta, sem hefur í raun verið veitt hjá Advania í ýmsum myndum til fjölda ára. Upplýsingaheimar eru nú skipulagðir sem netgátt fyrir fyrirtæki og stofnanir að upplýsingum frá hinu opinbera.

Allar upplýsingar úr þessum opinberu skrám eru veittar samkvæmt starfsreglum viðkomandi ábyrgðaraðila og í fullu samræmi við lög og reglur um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Starfsemi Advania er vottuð samkvæmt alþjóðlega gæða- og öryggisstaðlinum ISO 9001 og er í samræmi við þær ströngu kröfur sem alþjóðlega öryggisfyrirtækið VeriSign gerir til samstarfsaðila sinna.

Það er Hugsmiðjan sem er samstarfsaðili Advania í verkefninu, en hún hefur séð um forritun og viðmótshönnun netgáttarinnar, ásamt því að veita tengda ráðgjöf.

Ökutækjaskrá

Í ökutækjaskrá Upplýsingaheima er hægt að nálgast upplýsingar um ökutæki. Lagt er kapp á að framsetning sé skýr og aðgengileg fyrir notendur.

Hægt er að fletta upp eftir fastanúmeri, skráningarnúmeri eða verksmiðjunúmeri. Einnig er hægt að fletta upp eftir kennitölu eiganda þegar ökutæki er eign lögaðila. Þá er hægt að fletta upp ökutækjum í eigu einstaklinga eftir kennitölu, en slíkt er eingöngu í boði fyrir aðila með sérheimild fyrir kennitöluuppflettingar. Meðal gagna sem eru aðgengileg eru grunnupplýsingar um ökutækið, eigenda og umráðaferill, ferilskrá ökutækis og slysaskrá. Upplýsingar um álestra og opinber gjöld, tjónaferill og tæknilýsingar af ýmsu tagi og margt fleira.

Gögnin sem birt eru á síðunni eru eign Umferðastofu og alltaf eru birt rauntímagögn. Allar upplýsingar úr ökutækjaskrá eru veittar samkvæmt starfsreglum Umferðarstofu og í samræmi við lög og reglur um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Umsóknarform fyrir kennitöluaðgang er hægt að nálgast hér (einungis fyrir lögmenn).

Umsóknarform fyrir úrtak út ökutækjaskrá er hægt að nálgast hér.

Skilmálar

Veðbandauppflettingar

Með uppflettingu í Veðböndum er hægt að nálgast yfirlit yfir áhvílandi veð á fasteignum og bifreiðum ásamt ítarupplýsingum. Við leggjum allt kapp á að upplýsingarnar séu vel uppsettar og aðgengilegar. Á næstu vikum verður einnig hægt að nálgast upplýsingar um veðbönd á skipum og öðrum lausafjármunum.

Gögnin sem birt eru á síðunni eru í eigu Fasteignaskráar Íslands og eru það alltaf nýjustu gögnin sem sótt eru beint þangað við hverja uppflettingu. Allar upplýsingar eru veittar samkvæmt starfsreglum Fasteignaskráar Íslands og í samræmi við lög og reglur um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Skilmálar

Fyrirtækjaskrá

Gögnin eru í eigu RSK. Allar upplýsingar eru veittar samkvæmt starfsreglum þeirra og í samræmi við lög og reglur um persónuvernd. Gögnin sem birt eru á vefnum eru uppfærð fjórum sinnum á sólahring alla virka daga.

Skilmálar

Hlutafélagaskrá

Gögnin í hlutafélagaskrá eru í eigu RSK. Allar upplýsingar eru veittar samkvæmt starfsreglum þeirra og í samræmi við lög og reglur um persónuvernd. Gögnin sem birt eru á vefnum eru uppfærð einu sinni á sólahring alla virka daga.

Skilmálar

Þjóðskrá

Í almennri þjóðskrá er hægt að nálgast upplýsingar um einstaklinga. Póstáritunarskrá er aðgengileg öllum en hægt er að sækja um aðgang að ýtarlegri upplýsingum svo sem viðbótarupplýsingum um einstaklinginn, fjölskylduupplýsingum og íbúaskrá.

Gögnin eru í eigu Þjóðskrár. Allar upplýsingar eru veittar samkvæmt starfsreglum Þjóðskrár og notkun þeirra er háð leyfum frá þeim og í samræmi við lög og reglur um persónuvernd. Gögnin sem birt eru á vefnum eru uppfærð fjórum sinnum á sólahring alla virka daga.

Umsókn um aðgang að viðbótaupplýsingum hjá þjóðskrá

Skilmálar

Utangarðskrá

Utangarðsskrá er skrá yfir erlenda ríkisborgara sem aldrei hafa haft skráð lögheimili á Íslandi. Í utangarðsskrá er skráning á dvalarstað hér á landi ekki jafn nákvæm og skráning á lögheimili í þjóðskrá. Gögnin eru í eigu Þjóðskrár og sækja þarf sérstaklega um aðgang að þessari skrá. Allar upplýsingar eru veittar samkvæmt starfsreglum þeirra og í samræmi við lög og reglur um persónuvernd. Gögnin sem birt eru, eru uppfærð fjórum sinnum á sólahring alla virka daga.

Umsókn um aðgang að viðbótaupplýsingum hjá þjóðskrá

Skilmálar

Horfinnaskrá

Horfinnaskrá er skrá yfir látið fólk (íslenska og erlenda ríkisborgara) sem var skráð með lögheimili í þjóðskrá. Jafnframt eru í horfinnaskrá erlendir ríkisborgarar sem voru með skráð lögheimili í þjóðskrá á sínum tíma en fluttust til útlanda fyrir árið 1990. Þá eru ennfremur í skránni eldri kennitölur þeirra sem hafa fengið nýja kennitölu eða nýtt nafnnúmer vegna nafnbreytingar á sínum tíma. Gögnin eru í eigu Þjóðskrár og sækja þar sérstaklega um aðgang að þessari skrá. Allar upplýsingar eru veittar samkvæmt starfsreglum þeirra og í samræmi við lög og reglur um persónuvernd. Gögnin sem birt eru, eru uppfærð fjórum sinnum á sólahring alla virka daga.

Umsókn um aðgang að viðbótaupplýsingum hjá þjóðskrá

Skilmálar

Vinnuvélaskrá

Í Vinnuvélaskrá í Upplýsingaheimum getur þú flett upp á vinnuvélum fengið ítarlegar upplýsingar um viðkomandi vél. Hægt er að fletta upp eftir fastanúmeri vélar. Í vinnuvélaskrá eru m.a upplýsingar um lyftur, krana, skurðgröfur og jarðýtur.

Gögnin eru í eigu Vinnueftirlitsins. Allar upplýsingar eru veittar samkvæmt starfsreglum þeirra og í samræmi við lög og reglur um persónuvernd. Gögnin sem birt eru, eru uppfærð á hverri nóttu.

Skilmálar

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum eða aðstoð : uh@uh.is

 

Við mælum með...

að þú skiptir reglulega um lykilorð. Best er að blanda saman, tölustöfum, bókstöfum og táknum og endurnýja lykilorðið á a.m.k. þriggja mánaða fresti. Það á aldrei að gefa upp lykilorðið sitt til þriðja aðila!.

tvo_hus__ERS

Text Size Controls



Þessi vefur byggir á Eplica - Heimasíður